Eiginleikar

ViðhaldsStjóri er kerfi til að stjórna öllum þáttum viðhaldsvinnunnar. Kerfið býður meðal annars upp á eftirfarandi möguleika:

 

 • Að skrá og geyma upplýsingar um búnað, s.s. tækniupplýsingar.

 • Að skipuleggja og setja upp tímaáætlun fyrir viðhaldsvinnu.

 • Að skrá og geyma viðhaldssögu búnaðar.

 • Að stjórna varahlutabirgðum.

 • Að halda utan um verkefni starfsmanna.

 • Að halda utan um pantanir á varahlutum.

Einfaldleiki

Niðurstaða 20 ára þróunarvinnu gerir það að verkum að ViðhaldsStjóri gjörbreytir vinnuaðferðum þínum. Hraði, einfaldleiki og einstakir möguleikar kerfisins gera starf þitt mun auðveldara.

Einn af kostum ViðhaldsStjóra er hversu auðvelt er að ferðast um hann. Á nokkrum mínútum ertu búinn að læra á meginþætti forritsins. Haft hefur verið að leiðarljósi að notkun ViðhaldsStjóra sé ánægja, ekki vonleysi. Starfmaður með litla tölvuþekkingu er fljótur að tileinka sér notkun forritsins. Það mun koma þér eins og öðrum á óvart hversu auðskilið og gagnsætt viðmót ViðhaldsStjóra er.

Fyrir hverja?

Þeir sem eru ábyrgir fyrir viðhaldi tækja og búnaðar geta sparað tíma og fjármuni með því að nýta sér þá möguleika sem ViðhaldsStjóri býður upp á. ViðhaldsStjóri er m.a. notaður í plastiðnaði, mjólkurbúum, gosdrykkjarverksmiðjum, frystihúsum, fiskimjölbræðslum og síðast en ekki síst um borð í skipum.

Kostir

Kostir þess að taka upp skipulögð vinnubrögð með ViðhaldsStjóra eru ótvíræðir. Upptalningin hér sýnir dæmi um hvað getur áunnist:

 

 • Færri óvæntar bilanastöðvanir.

 • Meiri gæði framleiðslu og þjónustu.

 • Minni viðhaldskostnaður.

 • Aukin ending tækja og búnaðar.

 • Viðhaldssaga búnaðar er alltaf þekkt.

 • Meira rekstraröryggi.

 • Minni mengunarhætta.

 • Minni varahlutabirgðir.

 • Minni orkukostnaður.

Please reload