top of page

Framtíð eignastýringar: EAM kerfi (Enterprice Asset Management) að taka við af CMMS

Hefur þú einhvern tíma hugsað út í hversu mikið rekstur fyrirtækja byggir á upplýsingum sem liggja hér og þar í mörgum kerfum - eða jafnvel á pappír?


Í sjávarútvegi getur álagið á áhöfn og stjórnendur verið yfirþyrmandi þegar gögnin eru ekki samþætt. Þörfin fyrir að finna upplýsingar, skrá verkefni og bregðast við óvæntum atburðum krefst ómælds tíma og orku og verður oft til þess að ákvarðanir byggjast oft á ágiskunum frekar en staðreyndum.

Þetta er áskorun sem mörg fyrirtæki standa frammi fyrir. Það er hér sem EAM (Enterprice Asset Management) kerfi koma til sögunnar. EAM er bylting þegar kemur að því hvernig við nálgumst rekstur, skipulag og öryggi.


CMMS og EAM: Hver er munurinn?

viðhaldskerfi ( CMMS) hafa lengi verið mikilvæg til þess að stýra og skipuleggja viðhald á búnaði. Þau eru hönnuð til þess að tryggja að ekkert falli á milli þegar kemur að viðhaldi. En þegar kröfurnar í rekstri aukast geta CMMS kerfi verið takmörkuð og ná ekki utan um alla þætti sem þarf að ná yfir í rekstrinum.


EAM kerfin fara skrefi lengra. Þau sameina viðhald, innkaup og öryggismál í eina heildstæða lausn og veita heildstæða yfirsýn yfir reksturinn.


Hverjir eru helstu kostir EAM?

EAM kerfi eins og það sem Tero er að þróa, hjálpa fyrirtækjum að umbreyta daglegum rekstri. Hér eru helstu kostir EAM kerfis:


  • Samþætt gögn: Viðhald, birgðir, og öryggismál á einum stað

  • Rauntíma yfirsýn: Gögn sem hjálpa til við ákvarðanatöku þegar mest á reynir.

  • Fyrirbyggjandi viðhald: Sparar tíma og minnkar kostnað með því að sjá fyrir bilanir áður en þær eiga sér stað og minnkar líkurnar á rekstrarstöðvun.

  • Sjálfbærni: Betri stjórnun birgða og auðlinda dregur úr sóun og kolefnis spori.

  • Öryggi: Kerfi sem tryggir að öryggismál séu alltaf í lagi, hvort sem það er um borð eða í landi.


Af hverju er þetta mikilvægt fyrir sjávarútveg?

Í sjávarútvegi, þar sem tími og hver einasta króna skiptir máli, getur EAM gert gæfumuninn. Með EAM geta stjórnendur fiskiskipa:

  • Skipulagt viðhald á réttum tíma til að forðast bilanir

  • Aukið miðstýringu, sjálfvirkni vætt innkaup og tryggt að allt sem þarf sé til staðar.

  • Stutt við sjálfbærni markmið með betri stjórnun auðlinda.

Fiskveiðiskip við höfn

Comments


bottom of page