Rekstur endurskilgreindur
Með hugbúnaði frá Tero getur þú endurskilgreint hvað það er að reka tækjabúnað, eignir og vélar. Við bjóðum upp á hugbúnað sem hægt er að aðlaga að starfsemi hvers og eins og gerir fyrirtækjum kleift að tryggja öruggan og skilvirkan rekstur.

Færri
mistök

Betri
ákvarðanir

Skipulögð
vinnubrögð

VIÐHALDSSTJÓRINN
Í notkun á Íslandi síðan 1992. Viðhaldsstjórinn er mest notaði hugbúnaður sinnar tegundar á Íslandi enda þekktur fyrir að vera auðskilinn, þægilegur í notkun og öflugasta tól sem starfsfólk sem sinnir viðhaldi hefur.


INNKAUPASTJÓRINN
Í gegnum vefviðmót getur starfsfólk á skrifstofu unnið með starfsfólki í verksmiðjum, vinnslum eða skipum fjarri skrifstofunni að innkaupum á varahlutum og öðrum vörum og þjónustu sem snúa að rekstri og viðhaldi.
VERKEFNASTJÓRINN
Samvinna á skipulagningu á vinnslustöðvun vegna viðhalds, sérstökum verkefnum (slipptaka, landlega, o.s.frv.) í gegnum vefviðmót einfaldar framkvæmdina og sér til þess að hún gangi hratt og snuðrulaust fyrir sig.
